Skátafélagið Svanir á Álftanesi bjýður upp á Útilífsnámskeið fyrir krakka á aldrinum 6 til 12 ára (fædd 2011 til 2016). Útilífsnámskeið Svana er tækifæri til að eyða viku með vinum í fjör og leik, að halda út í ævintýri á hverjum degi námskeiðs, og upplifa Álftanes á skemmtilegan og ævintýralegan hátt í gegnum útivist og útiveru.
Fjögur námskeið eru í boði í byrjun sumars, byrjar í fyrstu heilu viku eftir skólaslit grunnskóla Garðabæjar. Fjölbreytt dagskrá og ævintýraleg upplifun.