10-12 ára | Fálkaskátar

Skátar á aldrinum 10-12 ára nefnast fálkaskátar. Skátastarf er skemmtilegt og þannig á það að vera, ef starfið er ekki skemmtilegt – þá er það ekki skátastarf

Starfið í fálkaskátum

vikingastrakur

Eins og fálkinn konungur háloftanna, fylgja fálkaskátar fordæmi helstu kappa Íslandssögunnar sem vildu bæði nema ný lönd og kanna ókunn svið í hópi félaga og vina.

Fálkaskátar starfa í 5-7 manna flokkum jafnaldra sem funda vikulega. Flokkarnir velja sér spennandi verkefni að fást við og njóta leiðsagnar fullorðinna foringja þegar á þarf að halda.

Nokkrir flokkar mynda skátasveit sem vinnur saman að margskonar verkefnum og fer saman í ferðir og útilegur, jafnt sumar sem vetur.

Verkefnin og ferðirnar hafa tilgang, því þó þau séu spennandi og skemmtileg, eru þau einnig leið skáta til að auka þekkingu og færni og búa skátana undir lífið sem virka, ábyrga og sjálfstæða einstaklinga sem bera virðingu fyrir landi sínu og náttúru.

Dæmi um viðfangsefni fálkaskáta

Einföld ræðukeppni (Leiðtogafærni og samskipti):

Foringinn byrjar að tala um viðfangsefni sem viðkemur skátunum en ekki eru allir sammála um. Þetta gætu til dæmis verið notkun öryggisbúnaðar á hjóli, línuskautum og hjólabrettum. Þá mætti taka fyrir útivistartíma barna og unglinga og annað sem börn deila gjarnan um við foreldra sína.

Nánari lýsing:

Verkefni:

Viðfangsefnið er rætt frá öllum hliðum og síðan er hópnum skipt í tvennt. Annar helmingurinn fær það hlutverk að vera með umræðuefninu og hinn á að vera á móti. Það má leyfa skátunum að velja sér hlið, láta þá draga, eða úthluta skátunum afstöðu. Skátarnir fá síðan einhverja daga til þess að undirbúa ræðu sína þar sem þeir mæla með eða á móti viðfangsefninu. Að lokum flytja skátarnir ræður sínar og jafnvel má fá einhvern til að dæma sigurvegara.

Flekagerð (Frumbyggjar):

Skátarnir byggja eigin fleka. Þeir koma sjálfir með tillögu að því hvernig fleka þeir vilja byggja.

Nánari lýsing:

Markmið:
Að skátarnir þjálfist í samvinnu við áþreifanlegt verkefni.

Undirbúningur:
Fyrir þetta verkefni þarf frekar mikinn undirbúning. Það þarf að útvega tómar olítunnur eða önnur stór flotholt og trönur. Gott er að gera það með góðum fyrirvara. Áður en farið verður að sigla á flekanum þarf að hafa í huga að til sé nóg af björgunarvestum til að allir geti prófað (hægt er að skiptast á með nokkur vesti).

Framkvæmd:
Skátunum er sögð saga af skipbrotsmönnum sem stranda á eyðieyju. Þeim dettur í hug að búa sér til fleka úr efninu sem er að finna á eyjunni. Skátarnir eru beðnir að koma með hugmynd að fleka og hvaða efni þeir þyrftu í flekann.

Hægt er að búa til margar tegu