19-22 ára | Róverskátar

Skátar á aldrinum 19-22 ára nefnast róverskátar og starfsvettvangur þeirra er heimurinn allur!

Starfið í róverskátum

roverskatahopur

Starfsvettvangur róverskáta er heimurinn allur. Ferð þeirra ræðst nú alfarið af áhugamálum þeirra sjálfra. Róverskátar velja sinn starfsvettvang sjálfir, hvort sem það er foringjastarf, starf með björgunarsveit, sjálfboðaliðastarf í Afríku eða annað. Leiðtogaþjálfun skátahreyfingarinnar skilar sér í frumkvæði, sjálfstæði og vináttu í raun.

Áður en róverskátinn er vígður setur hann sér markmið sem hann ætlar að vinna að næstu þrjú árin. Róverskátinn heldur svipaða ferilskrá og rekkaskátar. Við lok starfstímabilsins tekur skátinn þátt í kveðjuathöfn og þar með er formlegri skátadagskrá hans lokið. Skátinn er nú tilbúinn að takast á við lífið upp á eigin spýtur.

 

Dæmi um viðfangsefni róverskáta

 

Með heiminn að fótum þér (Alþjóðastarf): Alþjóðasamskipti? Menning? Þjóð? Fyrir yngstu skátana hafa þessi hugtök kannski litla merkingu á meðan þeir eldri hafa jafnvel alþjóðasamskipti að aðaláhugamálinu sínu í gegn um herkænskuleiki og tölvuleiki sem byggja á síðari heimstyrjöldinni. Hér er áhugavert langtímaverkefni sem hægt er að hafa sem gegnumgangandi þema hjá öllum sveitum í skátafélagi yfir heila önn.

Skrílsleiftur (Flash Mob) (Sköpunargleði): Flash Mob eru stuttar uppákomur þar sem áhorfandinn á síst von.

Nánari lýsing:

Flash Mob var beinlínis fundið upp árið 2003 af Bill Wasik, ritstjóra í New York. Hann skipulagði skrílsleiftur og auglýsti eftir þátttakendum. Þeir voru svo sendir í húsgagnaverslun og látnir dást að ákveðnu gólfteppi og segjast vera íbúar úr kommúnu utan borgarinnar. Uppátækið þótti undarlegt en vakti athygli og fljótlega fóru fleiri skrílsleiftur að láta bera á sér.

Skrílsleiftur eru stundum framkvæmd af hópum sem til eru fyrir, svo sem dansflokkum eða samtökum, en oft er líka auglýst eftir þátttakendum sem skrá sig og fá svo að vita með nánast engum fyrirvara hvað þeir eiga að gera og hvar.

Upphaflega voru skrílsleiftur mjög mismunandi; á ákveðnum tímapunkti frusu allir þátttakendurnir á meðan almenningur horfði hissa á; allir þátttakendur leggjast niður í jörðina í fimm mínútur, allir þátttakendur hátta sig í náttföt í lest og leggja sig á milli tveggja stöðva, og svo framvegis.

Dæmi:

Hringekja úr trönum (Frumbyggjar): Það er auðvellt að súrra saman þrífót eða einfalda þvottagrind, en á að láta þar við sitja? Hér eru leiðbeiningar að trylltri trönubyggingu: Hringekju!

Nánari lýsing:

Á vefsíðunni „Pioneering made easy” er að finna leiðbeiningar og teikningar af frumlegum og flottum trönubyggingum. Þær eru á ensku, en hér eru leiðbeiningar fyrir hringekju á íslensku.

Hringekja

  • 1 x 5m spíra
  • 4 x 2.5m spírur
  • 4 x 1m spírur
  • Nóg af bindigarni
  • 2 x 7m reipi
  • 1 x 4m grannt reipi
  • 1 stálhetta
  • 2 x 1m stálrör (20mm)
  • Feiti
  • 4 x 60-70 cm langir plankar/spýtur

Jarðfesting: 
Augljóslega er ekki hægt að staga miðjuspíruna niður, þar eð stögin myndu hefta hringferðina. Þar af leiðandi er nauðsynlegt að festa spíruna vel við jörðu.
Veljið spíru sem hefur engar spurngur eða galla. Borið gat í gegn um spíruna, 0.5m frá endanum og annað gat 20cm ofar en þvert á hitt gatið. Götin ættu að vera nógu stórar til að stálrörin komist í gegn.

Grafið holu í jörðina þar sem hringekjan á að vera, 90cm djúpa. Holan á að vera eins nálagt því að vera af svipaðri stærð og spíran (sumsé djúp en mjó). Hægt er að nota sérstakan holubor, en smá skófla með lengdu skafti ætti að duga líka.

Settu því næst spíruna ofan í, svo langt sem hún kemst, svo þú getir merkt við hvar þú eigir að grafa fyrir neðra stálrörinu. Grafðu það svo niður, þar til hin þversláin nær jörðu, þá geturðu merkt við hana. Grafið spíruna niður og þjappið mold vel meðfram. Athugið samt að passa upp á að spíran sé algerlega lóðrétt, en ekki skökk.

Beikon í poka – uppskrift (Eldamennska): Hvað er betra en bland í poka? Beikon í poka!

Nánari lýsing:

Nuddaðu hliðarnar á bréfpokanum með beikoninu, settu það svo í pokann og bittu vel fyrir með spottanum. Hægt er að brjóta egg og hella því með.

Búðu til einskonar veiðistöng úr trjágrein og hengdu pokann neðan í hana. Hristu pokann án afláts yfir glóðum (varðeldur sem ekki logar í en aðeins glóir, eða þá kol). Eldunartíminn fer eftir því hversu heit glóðin er og getur verið allt frá 10 mínútum upp í 50 mínútur (í miklum vindi og vondu veðri).