Lög Skátafélagsins Svana

Kafli I – Félagið og markmið þess

  1. grein

Félagið heitir Skátafélagið Svanir. Starfssvæði og varnarþing þess er Álftanes.

 

  1. grein

Félagið er meðlimur í Bandalagi íslenskra skáta (BÍS) og starfar eftir lögum þess. Félagið starfar eftir skátaheitinu, kjörorði skáta, skátalögunum, og skátaaðferðinni sem byggð er á hugmyndafræði Sir Robert Baden-Powell.

 

  1. grein

Markmið félagsins eru:

 

  1. grein

Markmiðum sínum hyggst félagið ná:

 

Kafli II – Félagar

  1. grein

Inngöngu í félagið geta allir þeir fengið sem  eru á sjöunda aldursári og eldri. Þó má takmarka inngöngu við allt að tíunda aldursár hafi félagið ekki bolmagn til að halda uppi starfi drekaskáta. Enginn verður skáti nema af fúsum og frjálsum vilja. Félagi telst fullgildur þegar hann hefur lokið greiðslu félagsgjalda og starfað fram að vígslu. Við vígslu vinnur skátinn skátaheitið. Skátunum skal skipt í flokka með 4-8 skátum hver og sveitir með 2-5 flokkum hver.

 

  1. grein

Félagsgjöld skulu ákveðin árlega af stjórn félagsins og eru óendurkræf þó svo að viðkomandi skáti hætti í félaginu á yfirstandandi starfsári. Stjórn félagsins hefur heimild til að fella niður félagsgjöld einstakra skáta, s.s. foringja.

 

  1. grein

Félögum ber að hafa í heiðri þau heit er þeir hafa gefið og taka virkan þátt í starfi á vegum félagsins. Þeim ber að fara að lögum og reglum félagsins. Fyrir ítrekuð eða alvarleg brot getur foringjaráð beitt brottvikningu um stundarsakir eða að fullu. Hið sama á við um brot á öllum almennum velsæmisreglum og landslögum.

 

  1. grein

Úrsögn úr félaginu skal tilkynna sveitarforingja eða starfsmanni. Um inngöngu og úrsögn skáta undir 16 ára aldri skal haft samráð við forráðamenn skátans.

 

  1. grein

Styrktaraðilar, hjálparfélagar og sérskátar geta orðið félagar og skal þá stjórn taka ákvörðun um eðli aðildarinnar og félagsgjalda.

 

Kafli III – Aðalfundur

  1. grein

Aðalfundur félagsins skal haldinn í febrúarmánuði ár hvert. Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins, en þess á milli sérkjörin stjórn, sem starfar eftir ákvörðunum aðalfundar.

 

  1. grein

Aðalfund skal boða skriflega með minnst tveggja vikna fyrirvara til atkvæðisbærra manna. Á sama tíma skal tilkynna um fundinn skriflega í heimili félagsins. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað og í það minnsta 8 félagsmenn sitji hann.

 

  1. grein

Rétt til setu á aðalfundi hafa:

  1. Með atkvæðisrétt: Allir fullgildir félagar sem verða 16 ára á árinu og eldri.
  2. Án atkvæðisréttar: Aðrir fullgildir félagar, forráðamenn skáta, fulltrúar BÍS og aðrir sem stjórn félagsins hefur sérstaklega boðað.

 

  1. grein

Verkefni aðalfundar eru:

  1. Fundur settur, fundarstjóri og fundarritari skipaðir.
  2. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta ár lögð fram til samþykktar.
  3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar og fjárhagsáætlun rædd.
  4. Lagabreytingar
  5. Kosning í laus embætti.
  6. Kosning eins skoðunarmanns reikninga.
  7. Starfsáætlun ársins mótuð.
  8. Önnur mál, fundarslit.

 

Kafli IV – Stjórn félagsins

  1. grein

Hlutverkaskipting stjórnar er sem hér segir:

Foringi sjálfboðaliða og dagskrárforingi skipta með sér verkum félagsforingja í fjarveru hans.

Stjórn félagsins heldur fundi þegar þurfa þykir, minnst annan hvern mánuð starfsársins.

 

  1. grein

Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi og skal vera leynileg. Allir stjórnarmeðlimir nema meðstjórnandi, skulu kosnir til tveggja ára í senn. Kjósa skal til félagsforingja og dagskrárforingja á ári sem endar á oddatölu, en foringja sjálfboðaliða og gjaldkera á ári sem endar á sléttri tölu. Einn til þrír meðstjórnendur er kosnir á hverju ári til eins árs og skal fjöldi þeirra ákvarðaður á aðalfundi. Hætti stjórnarmeðlimur störfum milli aðalfunda, tilnefnir stjórn félagsins annan í hans stað til bráðabirgða. Kjörtímabil bráðabirgðamanns nær út þann tíma sem kjörtímabil fráfarandi stjórnarmeðlims hefði náð.

Að minnsta kosti einn stjórnarmeðlimur skal vera foreldri barns í félaginu, og að minnsta kosti einn skal vera 25 ára eða yngri, verði því við komið.

 

  1. grein

Stjórn félagsins sér um að lögum og reglugerðum félagsins sé fylgt, sér um eftir því sem unnt er að ráð, foringjar og starfsmenn félagsins gegni störfum sínum vel og af trúnaði. Hún sér um að sjóðir félagsins séu ávaxtaðir og ráðstafað á sem hagkvæmastan hátt. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í ákvörðunum stjórnar.

 

Kafli V – Foringjar og starfsmenn

  1. grein

Allir foringjar og embættismenn félagsins skulu sækja námskeið í fyrstu hjálp og námskeið um viðbrögð og forvarnir gegn ofbeldi og vanrækslu, sverja drengskapareið og fá opinbert skipunarbréf afhent þegar þeir hefja störf. Foringjar þurfa að geta sýnt fram á hreint sakavottorð. Foringjar skulu hafa hlotið viðeigandi þjálfun eða sækja hana samhliða starfi sínu. Nánar um skipan foringja fer eftir reglugerð sem BÍS setur. Foringjar skulu hafa náð tilteknum lágmarksaldri:

Aðstoðarsveitarforingjar: 16 ára

Sveitarforingjar: 18 ára

Félagsforingi: 25 ára

Stjórnarmeðlimir: 18 ára

Starfsmaður: 18 ára

 

  1. grein

Í félaginu starfar félagsráð sem í eiga sæti allir stjórnarmeðlimir, foringjar og aðrir meðlimir félagsins eldri en 16 ára sem þess óska. Félagsráð heldur fundi þegar þurfa þykir, annan hvern mánuð hið minnsta yfir starfsárið. Stjórn skal velja fulltrúa úr sínum röðum til að stjórna fundum félagsráðs. Félagsráð setur félaginu, í samráði við stjórn, starfsáætlun milli aðalfunda, annast dagskrármál, og hefur umsjón með daglegu starfi félagsins og ferðum.

 

  1. grein

Leitast skal við að hafa launaðan starfsmann við félagið til að auðvelda rekstur þess og skulu laun hans ákveðin af stjórn félagsins. Starfsmaðurinn sér um daglegan rekstur félagsins, aðstoðar við skátafundi og skipulagningu starfsins, innheimtir félagsgjöld, annast dagleg samskipti félagsins út á við og almenn skrifstofustörf. Starfsmaður skal vera viðstaddur alla almenna skátafundi  og stjórnarfundi.

 

Kafli VI – Önnur ákvæði

  1. grein

Reikningsár félagsins miðast við almanaksárið. Skoðunarmaður reikninga félagsins skal vera lögráða og með hreint sakavottorð. Hann skal ekki liggja undir gjaldþrotaskiptum og bú hans má ekki hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta síðastliðin tvö ár. Hann skal ekki gegna stöðu gjaldkera félagsins.

 

  1. grein

Hætti félagið störfum skulu eignir þess ávaxtaðar í tíu ár sem félagið væri enn þá starfandi. Takist ekki að endurreisa félagið eða finna því arftaka að þeim tíma liðnum skal eignum þess ráðstafað í samráði við BÍS.

 

  1. grein

Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi. Tillögur um lagabreytingar skulu berast stjórn félagsins tveimur vikum fyrir aðalfund ár hvert og skulu birtar í fundarboði. Einfaldur meirihluti ræður lagabreytingum.

 

  1. grein

Lög þessi skulu aðgengileg í heimili félagsins og á vef þess. Lög þessi skulu liggja fyrir á aðalfundi. Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Lög samþykkt á aðalfundi Skf. Svana þann 1. mars 2010

Lögum þessum var breytt á aðalfundi Skf. Svana þann 1. mars 2018