Skátafélagið Svanir

Í skátafélaginu Svönum er stundað skátastarf frá drekaskátum til róverskáta, og unnið er að því að bæta Hrefnu – fjölskylduskátum inn í reglulegt starf félagsins. Við bjóðum upp á vikulega fundi fyrir alla aldurshópa, þar sem skátar kynnast, læra og njóta fjölbreyttrar dagskrár.

Frá fálkaskátaaldri og upp úr býðst skátum að taka þátt í sveitarútilegum, félagsútilegum og landsmótum skáta, sem eru hápunktar skátaársins.

Svanir eru eitt af yngstu félögunum á höfuðborgarsvæðinu, stofnað árið 1983, og hafa vaxið jafnt og þétt. Við erum í dag virkt og vaxandi félag, sem leggur áherslu á vináttu, útivist og alþjóðatengsl. Skátar úr félaginu hafa farið víða bæði innanlands og erlendis, m.a. til Svíþjóðar, Þýskalands, Hollands, Ástralíu, Tælands, Englands og á alheimsmót í Japan, Bandaríkjunum og Suður-Kóreu.

Við vinnum einnig náið með skátafélaginu Vífil, meðal annars að hátíðarhöldum á 17. júní og sumardaginn fyrsta, auk annarra sameiginlegra verkefna.

Símanúmer félagsins er 895-6877. Tölvupóstfangið er svanir@svanir.is og er það reglulega skoðað af starfsmanni eða stjórnarmeðlim.

Árgjaldið í félagið er 36.000 krónur fyrir drekaskáta til rekkaskáta. Fyrir róverskáta og eldri er árgjaldið 5.000 krónur. Allir þátttakendur 18 ára og yngri geta nýtt frístundastyrk Garðabæjar eða annarra sveitarfélaga til að greiða árgjaldið.

Kennitala félagsins er 680385-0849 og reikningsnúmer 318-26-000385.