Skátaaðferðin

Skátaaðferðin er ómissandi hluti af uppeldiskerfi skátahreyfingarinnar. 

Skátaaðferðina má skilgreina sem framfarakerfi er miðar að sjálfsmenntun. Hún er viðbót við og vinnur með fjölskyldunni, skólanum og margþættu frístundastarfi unglinga. Skátaaðferðin byggir á samhæfingu nokkurra þátta, lykilþættir hennar eru:

Þó að hægt sé að nefna alla þessa afmörkuðu þætti er nauðsynlegt að skilja hvernig þeir tengjast og vinna saman til að átta sig á hvernig skátaaðferðin virkar í raun. Aðferðin er eins árangursrík og raun ber vitni vegna þess að þessir þættir eru samræmdir og í jafnvægi. Ef það vantar einhver hljóðfæri í sinfóníuhljómsveit, hljóðfærin eru vanstillt eða sum of hávær, þá hljómar tónverkið aldrei rétt.

Oft eru afmarkaðir þættir skátaaðferðarinnar skoðaðir einir og sér og ekki í samhengi hver við annan, það kemur í veg fyrir að við sjáum heildarmyndina. Ef skátaaðferðinni er beitt á svo takmarkaðan hátt má gera ráð fyrir lökum árangri. Líkt og öll önnur kerfi er skátaaðferðin margþætt, en með því að skilja tengingarnar á milli ólíkra þátta hennar getum við áttað okkur á hvernig hún virkar í raun og beitt henni á árangursríkan hátt í störfum okkar.