Útilífsskólinn

Svanir reka útilífsskóla yfir sumarmánuðina. Þar gefst börnum á aldrinum 7-12 ára tækifæri að fá smjörþef af skátaævintýrinu. Útilífsskólinn byggir á einnar viku námskeiðum sem felast aðallega í leikjum og hópefli, auk ýmissar útivistar á borð við klifur, kanósiglingar, hjólreiðar, útieldun og sund. Einnig förum við stundum í bæjarferðir og heimsækjum staði eins og Húsdýragarðinn eða Árbæjarsafn.

Sumar 2018

Skráning er opin og fer fram á skatar.felog.is.

Verð fyrir vikuna er 12.000,- krónur og greiðist í gegnum skráningarsíðuna. Systkinaafsláttur er 10% af verði fyrir fyrsta systkini en 20% fyrir annað systkini og endurgreiðist í reiðufé við mætingu.

Útilífsnámskeið Svana sumarið 2018 verða sem hér segir:

Útilífsnámskeið 1: 11.-15. júní – FULLT

Útilífsnámskeið 2: 25.-29. júní – FULLT, mögulegt að skrá á biðlista

Útilífsnámskeið 3: 16.-20. júlí – FULLT, mögulegt að skrá á biðlista

Útilífsnámskeið 4: 23.-27. júlí

Útilífsnámskeið 5: 30.júlí – 3. ágúst

Útilífsnámskeið 6: 6.-10. ágúst

Útilífsnámskeið 7: 13.-17. ágúst

 

Þær vikur sem ekki eru útilífsnámskeið eru starfsmenn námskeiðanna á skátamótum.

Námskeiðin fara fram á milli 9 og 16 alla virka daga, og mæting er við skátaheimilið, Þórukot.

Dagskráin er ólík milli vikna og því er mögulegt að mæta margar vikur í röð án þess að óttast endurtekningu.

 

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri útilífsskólans, Arnór Bjarki Svarfdal, í netfanginu sumar@svanir.is og síma 895-6877